Skannaðu strikamerki með NeoReader™ forritinu
Um skanna með NeoReader™ forritinu
Notaðu símann sem strikamerkisskanna til að fá meiri upplýsingar um hluti sem þú
skannar. Til dæmis gætirðu séð kápu í tímaritsauglýsingu og vilt komast að því hvar hægt
er að kaupa hana. Ef læsilegt strikamerki fylgir auglýsingunni notar NeoReader™ forritið
merkið til að fá aðgang að farsímavefefni, eins og vefsíðum með frekari vöruupplýsingum
eða korti með nálægum verslunum. NeoReader™ styður flestar staðlaðar gerðir
strikamerkja.
Til að ræsa NeoReader™ forritið
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á .NeoReader™.
Til að skanna strikamerki
1
Með forritið NeoReader™ opið heldurðu myndavél tækisins yfir strikamerkinu þar
til allt strikamerkið er sýnilegt í myndglugganum.
2
Tækið þitt skannar strikamerkið sjálfkrafa og titrar þegar kennsl eru borin á
strikamerkið.
Til að slá strikamerki inn handvirkt
1
Með forritið NeoReader™ opið pikkarðu á
.
2
Sláðu inn númerin á strikamerkinu í textareitinn og pikkaðu svo á GO!.
Yfirlitsmynd NeoReader™ forrits
Eftirfarandi valmyndakostir eru til staðar í NeoReader™ forritinu:
Pikkaðu á til að opna fleiri valkosti
Sláðu inn strikamerkinúmerin handvirkt. Hægt er að nota þennan valkost ef myndavélin á erfitt með
að lesa strikamerkið
Skoðaðu lista yfir áður skönnuð strikamerki
Skoðaðu upplýsingar um NeoReader™ forritið. Lestu meira um mismunandi strikamerkitegundir og
um hvernig eigi að nota NeoReader™
Veldu persónulegar stillingar, eins og tungumál og land. Þessar upplýsingar eru notaðar til að
persónugera strikamerkisefni. Einnig geturðu valið forgang um hvernig þú notar NeoReader™ forritið
Sendu textaboð til að bjóða vinum að sækja NeoReader™ forritinu