Sony Xperia L - Tækið þitt uppfært

background image

Tækið þitt uppfært

Uppfærðu tækið með nýjustu útgáfu hugbúnaðar til að fá hámarksafköst og nýjustu

viðbætur.

Þú getur notað forritið Uppfærslumiðstöð í tækinu til að keyra þráðlausa uppfærslu eða

þú getur notað forritið PC Companion í tölvu til að keyra uppfærslu með USB-tengingu.
Ef þú uppfærir þráðlaust geturðu annaðhvort notað farsímakerfi eða Wi-Fi

®

nettengingu.

Gakktu bara úr skugga um að þú takir öryggisafrit af og vistir öll gögn í tækinu áður en þú

uppfærir það.

Þegar þú keyrir uppfærslu með forritinu Uppfærslumiðstöð er opnuð gagnatenging og því getur

fylgt kostnaður. Einnig fer framboð á uppfærslum yfir farsímakerfi eftir þjónustuveitu. Hafðu

samband við símafyrirtækið þitt til að fá frekari upplýsingar.

Tækið þitt uppfært þráðlaust

Notaðu uppfærslustað forritsins til að uppfæra tækið þráðlaust. Þú getur hlaðað

hugbúnaðauppfærslum niður handvirkt, eða þú getur leyft uppfærsluþjónustu að

uppfæra tækið sjálfvirkt þegar niðurhal verður til staðar. Þegar skjálfvirk

uppfærslueiginleiki er virkur, birtist tilkynning á stöðustikunni í hvert sinn sem uppfærsla

verður í boði.

Til að hlaða hugbúnaðaruppfærslum niður handvirkt í Uppfærslumiðstöð

1

Á heimaskjánum pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Uppfærslumiðstöð.

3

Veldu viðeigandi forrita- eða kerfisuppfærslu og pikkaðu á Sækja eða pikkaðu á

Uppf. allt til að hlaða niður öllum forritauppfærslum.

Forritauppfærslur byrja sjálfkrafa eftir niðurhal. Fyrir kerfisuppfærslur þarf að bíða á meðan

tækið endurræsist og setja svo uppfærsluna handvirkt upp. Gagnatengingargjöld geta fylgt ef

uppfærslum er hlaðið niður yfir farsímakerfi.

Til að virkja sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslur með uppfærslumiðjuforritinu

1

Á heimaskjánum pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Uppfærslumiðstöð.

3

Ýttu á , pikkar síðan á Stillingar.

4

Merktu við Leyfa sjálfvirkt niðurhal gátreitinn, pikkaðu síðan á Samþykkja.

Uppfærslur hlaðast nú niður sjálfkrafa eins fljótt og þær eru til staðar.

Gagnatengingargjöld geta fylgt ef uppfærslum er hlaðið niður yfir farsímakerfi.

Stýrikerfisuppfærslur settar upp

1

Pikkaðu á á heimaskjánum.

2

Finndu og pikkaðu á Uppfærslumiðstöð.

3

Veldu stýrikerfilsuppfærslur sem þú villt setja upp, pikkar síðan á Setja upp.

Tækið uppfært með USB-snúru

Sumar uppfærslur eru ekki í boði til niðurhals um þráðlausa tengingu. Tilkynningar um

slíkar uppfærslur birtast á stöðustikunni. Þú þarft USB-snúru og tölvu til að keyra PC

Companion forritið til að hlaða niður og keyra uppfærslur. Þú getur sett PC Companion

upp á tölvuna með uppsetningarskrá sem er vistuð á tækinu, eða þú getur hlaðað

forritinu niður beint frá PC Companion.

109

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Til að hlaða niður PC Companion forritinu úr tækinu þínu

1

Tengdu tækið við tölvu með USB-snúru.

2

Þegar beðið er um, fylgdu leiðbeiningunum í tækinu til að ræsa uppsetningu PC

Companion í tölvunni.

Einnig er hægt að sækja PC Companion á PC Companion.

Hugbúnaðaruppfærslur sóttar með tengingu um USB-snúru

1

Settu PC Companion forritið upp á tölvunni sem þú notar, ef það er ekki þegar

sett upp.

2

Tengdu tækið við tölvu með USB snúru.

3

Tölva: Opnaðu forritið PC Companion. Eftir nokkrar mínútur, nemur PC

Companion tækið þitt og leitar að nýjum hugbúnaði.

4

Tæki: Þegar tilkynningar birtast á stöðustikunni skaltu fylgja leiðbeiningunum á

skjánum til að framkvæma viðeigandi hugbúnaðaruppfærslur.

Til að uppfæra tækið þitt með Apple® Mac® tölvu

1

Settu upp Sony™ Bridge forritið fyrir MAC í Apple

®

Mac

®

tölvunni sem þú ert að

nota ef það er ekki þegar uppsett.

2

Tengdu símann við Apple

®

Mac

®

tölvuna með USB-snúru.

3

Tölva: Ræstu Sony™ Bridge forritið fyrir MAC. Sony™ Bridge forritið fyrir MAC

finnur tækið fljótlega og leitar að nýjum hugbúnaði fyrir það.

4

Tölva: Ef nýr hugbúnaður fyrir tækið finnst birtist sprettigluggi. Fylgdu

leiðbeiningunum á skjánum til að setja inn viðeigandi uppfærslur.

Hægt er að sækja Sony™ Bridge forritið fyrir MAC á Bridge for mac.