Um myndavélina
Myndavél tækisins er búin mjög næmum Exmor R nema sem auðveldar þér að taka
skýrar myndir og myndskeið jafnvel við litla birtu. Þú getur t.d. sent myndskeið og myndir
úr myndavélinni til vina sem skilaboð, eða hlaðið þeim inn á einhverja netþjónustu. Tækið
er einnig með fremri myndavél sem hentar vel til að taka sjálfsmyndir.
Yfirlit yfir myndavélarstýringar
1
Auka eða minnka aðdrátt
2
Aflskjár myndavélar
3
Myndavélartakki – Kveikja á myndavél/Taka myndir/Taka upp myndskeið
4
Skoða myndir og myndskeið
5
Taka myndir eða taka upp myndskeið
6
Fara aftur um eitt skref eða loka myndavélinni
7
Skiptu á milli fram- og aðalmyndavélar
8
Tákn fyrir myndavélarstillingu
9
Fremri myndavél
Til að opna myndavélina
•
Þegar skjárinn er virkur ýtirðu og heldur afsmellaranum niðri.
Myndavélinni lokað
•
Ýttu á frá aðalskjá myndavélarinnar.