Staðsetningarþjónusta og valkostir
Notaðu tækið til að staðsetja þig. Það eru tvær aðferðir eða valkostir: GPS (Global
Positioning System) og þráðlaus netkerfi. Kveiktu á þráðlausa netkerfinu (Wi-Fi og
farsímakerfi) ef þú þarft aðeins grófa staðsetningu og liggur á að fá hana. Ef þú vilt fá
nákvæmari staðsetningu og þú hefur beina augsýn að himninum skaltu kveikja á GPS
(Global Positioning System) valkostinum. Í aðstæðum þar sem þráðlaus nettenging er lítil
skaltu kveikja á báðum valkostunum til að tryggja að hægt sé að finna staðsetningu þína.
Báðir valkostirnir virkjast sjálfkrafa þegar þú kveikir á staðsetningarþjónustunni.
Sony tekur enga ábyrgð á nákvæmni svæðisþjónustu, þar með talið, en ekki eingöngu
leiðsagnarþjónustum.
Staðsetningarþjónusta virkjuð
1
Dragðu stöðustikuna niður og pikkaðu svo á .
2
Pikkaðu á Staðsetningarþjónusta.
3
Dragðu rennitakkann við hliðina á Aðgangur að minni staðsetningu til hægri.
4
Pikkaðu tvisvar á Samþykkja til að staðfesta.
Þegar þú virkjar staðsetningarþjónustu virkjast bæði GPS-gervitungl og
Staðsetningarþjónusta Google (Wi-Fi og farsímakerfi) sjálfkrafa. Þú getur afvirkjað báða
valkosti handvirkt.
Google-forritum veitt aðgengi að staðsetningu þinni
1
Dragðu stöðustikuna niður og pikkaðu svo á .
2
Pikkaðu á Google > Staðsetningarstillingar.
3
Dragðu rennitakkann við hliðina á Google-forrit sjá staðsetningu þína til hægri.
Þú þarft að hafa skráð þig inn á Google™ reikninginn þinn ti lað geta notað
staðsetningarþjónustu.