Sony Xperia L - Stillingar fyrir internet og skeyti

background image

Stillingar fyrir internet og skeyti

Þú þarft að hafa gagnatengingu fyrir farsíma og réttar stillingar til að senda texta og

margmiðlunarskilaboð og tengjast internetinu. Þessar stillingar er hægt að fá með

mismunandi hætti:

Í flestum farsímakerfum og hjá flestum símafyrirtækjum eru internet- og skilaboðastillingar

forstilltar í tækinu. Þú getur þá byrjað að nota internetið og senda skilaboð undir eins.

En í sumum tilvikum færðu þann valkost að hlaða niður internet- og skilaboðastillingum

þegar þú kveikir á tækinu í fyrsta skipti. Einnig er möguleiki á að hlaða niður þessum

stillingum síðar frá Stillingar-valmyndinni.

Þú getur hvenær sem er bætt við og breytt internet- og netkerfisstillingum í tækinu þínu.

Hafðu samband við símafyrirtækið til að fá nánari upplýsingar um internet- og

skilaboðastillingar.

Til að hlaða niður stillingum fyrir internet og skeyti

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Xperia™ > Niðurhal stillinga.

3

Pikkaðu á Samþykkja.

31

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Sjálfgefnar internetstillingar endurstilltar

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Pikkaðu á Stillingar > Meira... > Farsímakerfi > Heiti aðgangsstaða.

3

Pikkaðu á .

4

Pikkaðu á Stilla á sjálfgefið.

Heiti aðgangsstaða (APNs)

APN er notað til að koma á gagnatengingum milli tækisins og internetsins. APN tilgreinir

hvaða tegund IP-tölu á að nota, hvaða öryggisaðferðir á að skírskota til og hvaða fasta

endatengingu á að nota. Athugaðu hvort APN sé nothæf þegar þú getur ekki fengið

aðgang að internetinu, hefur enga gagnatenginu eða getur ekki sent eða fengið

margmiðlunarskilaboð.

Núverandi APN skoðað

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Meira... > Farsímakerfi.

3

Pikkaðu á Heiti aðgangsstaða.

Ef þú ert með nokkrar tiltækar tengingar, verður gefið til kynna með merktum hnappi.

Til að bæta internetstillingum handvirkt inn

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Meira... > Farsímakerfi > Heiti aðgangsstaða.

3

Pikkaðu á .

4

Pikkaðu á Nýtt aðgangsstaðarheiti.

5

Pikkaðu á Nafn og sláðu inn heiti kerfissniðsins sem þú vilt búa til.

6

Pikkaðu á APN: og sláðu inn heiti aðgangsstaðarins.

7

Sláðu inn allar aðrar upplýsingar sem símafyrirtækið biður um.

8

Pikkaðu á , pikkar síðan á Vista.